Vitið þið að skólalúðrasveitin á 40 ára starfsafmæli í ár?
Já elskurnar mínar það er virkilega svo langt síðan við vorum að spila saman.
Núna á sunnudaginn 18. maí kl. 15:00 verða árlegir vortónleikar lúðrasveitarinnar haldnir í Hóla- og Fellakirkju og ég lofa ykkur mikilli skemmtun og gleði.
Kaffisala ferðasjóðs verður í hléi eins og ávallt og kostar litlar 500 kr. fyrir fermingarbörn og eldri.
Stjórnandi er Anna Sigurbjörnsdóttir og einleikarar verða þau börn sem tóku grunnpróf á hljóðfærin sín í vor.
Við erum að leita uppi hina stórglæsilegu búninga sem við spiluðum í hér í denn til að koma fram í á Afmælistónleikum sem verða svo í haust.
Þið sem eigið búninga heima sem hafa dagað uppi hjá ykkur megið endilega hafa samband hér í athugasemdum og ég verð í sambandi við ykkur.
Ég býð ykkur velkomin og hlakka til að hitta ykkur öll.
Flokkur: Tónlist | 16.5.2008 | 23:50 (breytt kl. 23:51) | Facebook
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.