Varst þú í Skólalúðrasveit Árbæjar og Breiðholts?

Vitið þið að skólalúðrasveitin á 40 ára starfsafmæli í ár?

Já elskurnar mínar það er virkilega svo langt síðan við vorum að spila saman.

Núna á sunnudaginn 18. maí kl. 15:00 verða árlegir vortónleikar lúðrasveitarinnar haldnir í Hóla- og Fellakirkju og ég lofa ykkur mikilli skemmtun og gleði.

Kaffisala ferðasjóðs verður í hléi eins og ávallt og kostar litlar 500 kr. fyrir fermingarbörn og eldri.

Stjórnandi er Anna Sigurbjörnsdóttir og einleikarar verða þau börn sem tóku grunnpróf á hljóðfærin sín í vor.

Við erum að leita uppi hina stórglæsilegu búninga sem við spiluðum í hér í denn til að koma fram í á Afmælistónleikum sem verða svo í haust. 

Þið sem eigið búninga heima sem hafa dagað uppi hjá ykkur megið endilega hafa samband hér í athugasemdum og ég verð í sambandi við ykkur.

Ég býð ykkur velkomin og hlakka til að hitta ykkur öll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband