Samsæriskenningar að morgni 1. maí.

Ég var vakin áðan af brjáluðum trommurum sem röltu hérna taktfast um hverfið.  Ekki alveg sátt.  Bún að plana að sofa soldið lengur.  Reyndi að hundsa þetta og snúa mér á hina, en ekki séns í helvíti, ég heyri sláttin í gegnum þögnina og hlýja sængina.  Af hverju skyldu trommararnir vera komnir í Breiðholtið kl. 8:30 að morgni 1. maí með læti hugsa ég.  Samsæriskenningar um nýja búsáhaldabyltingu og kröfur um mannsæmandi líf til handa öllum streymdu um huga mér og ég bölvaði í hljóði, af hverju byrja þeir hér hjá mér !  
En hverjir eru svona framtaksamir að rölta um hljóð íbúahverfi að morgni 1. maí og vekja íbúana af þyrnirósasvefni hins kúgaða?  Í gegnum hugan fóru samtök eins og Vantrú.... nei þeir voru með bingó um páskana.  Anarkistar.... nei þeir taka daginn í dag eins og alltaf niðrí bæ í kröfugöngunni.  Siðbót.....   nei þau eru eins og Anarkistarnir og mæta í kröfugönguna á sinn hátt.  Ég beið eftir að heyra í gjallarhornum frá bílum keyrðum í gegnum hverfið með hvatningu um mætingu í bæinn á kröfugöngu.  
En núna var þetta farið að verða svoldið pirrandi þessi kröftugi trommusláttur og þeir voru allavega 2 sem hömruðu taktfast þarna úti bumburnar og þetta var svona hratt spilað Fram þjáðir menn í þúsund löndum, ta ta ta ta  ótrúlegt hvað þeir höfðu mikla samhæfingu og nennu að standa þarna fyrir utan gluggan minn og berja þetta endalaust.  
Ok.  ég kemst ekki í Kröfugönguna í dag.  Í fyrsta sinn í mörg ár.  Látið mig í friði og vekið einhverja aðra sem aldrei hafa mætt og væla bara á blogginu og feisbúkk yfir lélegum launum og skerðingu á réttindum.  Vekið þessa sem kjósa frekar að gera eitthvað skemmtilegra í dag heldur en að standa rennblautur í bænum og sína verkalýðsfélaginu stuðning með veru sinni undi sínu merki.  Vekið þá sem eru að kafna í skuldum og vita ekki hvernig eigi að snúa sér með sín mál og hverjum sé treystandi fyrir lífsafkomunni.

Ég gafst upp og skreið framúr og kíkti út um gluggann.  Enginn trommandi hersing þar.   Ég leita betur og finn samsæriskenningarnar renna út í sandinn.  Þetta reyndist vera himnana hersing að berja á okkur.  Þungir dropar úr lekri þakrennu trommuðu sitt lag á gamalt plastgróðurhús nágrannans á hæðinni fyrir neða.
Náttúran mín bauð góðan dag. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband